19 nóv. 2018

Orlofssjóður BHM

Orlofsblað - afþakka orlofsblaðið á pappírsformi

Orlofsblað Orlofssjóðs BHM kemur út í janúar á næsta ári. Orlofsblaðið verður sent í rafrænu eintaki á netpóstlista orlofsjóðsins og einnig verður hægt að nálgast rafræna útgáfu blaðsins á bhm.fritmi.is. Sökum þess þá býðst sjóðfélögum sá kostur að afþakka að fá orlofsblaðið sent á pappírsformi.

Til þess að afþakka að fá orlofsblaðið sent á pappírsformi þá skráir þú þig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli á bhm.fritimi.is. Þegar því er lokið þá smellir þú á ljósbláa reitinn upp í hægra horni síðunnar með nafninu þínu í. Þegar því er lokið þá fellur niður gluggi og í þeim glugga þá smellir þá á „Upplýsingar“. Þegar þú hefur gert það þá opnast gluggi þar sem þú getur hakað í reit sem heitir „Afþakka orlofsblaðið“, síðan smellir þú á „Vista“.  Athugaðu að þú færð blaðið samt sem áður sent á rafrænu formi þó að þetta sé gert.

HÉR finnur þú nánari leiðbeiningar um það hvernig skal afþakka orlofsblaðið á pappírsformi.

Til þess að skoða Orlofsblaðið 2018 á rafrænu formi þá getur þú smellt HÉR.