29 ágú. 2017

Námskeið á vegum BHM á haustönn 2017

Árlega skipuleggur BHM margvísleg námskeið fyrir félagsmenn aðildarfélaga, kjörna fulltrúa þeirra, starfsfólk og trúnaðarmenn. Á haustönn 2017 verða 14 námskeið í boði.

Flest námskeiðanna eru opin öllum félagsmönnum aðildarfélaga BHM án endurgjalds og er einkum ætlað að styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði. M.a. eru í boði námskeið um vinnurétt, samskipti á vinnustað og námskeið sem miða að því að efla persónulega færni þátttakenda. Eitt námskeið er sérstaklega ætlað trúnaðarmönnum. 

Hér má finna fræðsludagskrá BHM fyrir haustönn 2017.

Opnað verður fyrir skráningu á vef BHM (sjá hér) kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 1. september nk. Vinsamlegast athugið að fjöldi þátttakenda er yfirleitt takmarkaður og því gildir að fyrst koma – fyrst fá. Öll námskeiðin verða kennd í húsnæði BHM að Borgartúni 6 í Reykjavík, 3. hæð. Athugið að flestum námskeiðanna verður jafnframt streymt á streymissíðu BHM