28 jún. 2017

Vinnumálstofnun bregst við dómi Hæstaréttar um bótatímabil atvinnuleysistrygginga

Hæstiréttur Íslands úrskurðaði nýlega að Alþingi hafi verið óheimilt að stytta bótatímabili atvinnuleysistrygginga úr 36 mánuðum í 30 mánuði hjá þeim einstaklingum sem höfðu virkjað rétt sinn til atvinnuleysisbóta fyrir 1. janúar 2015. 

Hæstiréttur Íslands úrskurðaði nýlega að Alþingi hafi verið óheimilt að stytta bótatímabili atvinnuleysistrygginga úr 36 mánuðum í 30 mánuði
hjá þeim einstaklingum sem höfðu virkjað rétt sinn til atvinnuleysisbóta fyrir 1. janúar 2015. Alþingi samþykkti umrædda skerðingu í árslok 2014 og var áætlað að með henni myndi ríkið spara um 1,1 milljarð króna.

Vinnumálastofnun hefur þegar leiðrétt bótatímabil hjá þeim einstaklingum sem virkjað höfðu rétt sinn til atvinnuleysisbóta fyrir 1. janúar 2015 og þiggja bætur frá stofnuninni í dag. Stofnunin mun á næstunni setja sig í samband við fyrrverandi bótaþega sem dómur Hæstaréttar hefur mögulega áhrif á, í því skyni að leiðbeina þeim um hugsanlegan rétt sinn til atvinnuleysisbóta.

Öllum fyrirspurnum vegna dóms Hæstaréttar sem og beiðnum um hugsanlegar greiðslur atvinnuleysisbóta skal beina til Greiðslustofu Vinnumálastofnunar á greidslustofa@vmst.is. Enn fremur þurfa þeir sem ætla að óska eftir greiðslum atvinnuleysisbóta afturvirkt að fylla út þar til gert eyðublað á vefsíðu Vinnumálastofnunar. Nálgast má eyðublaðið með því að smella hér.