12 okt. 2016

Opnir hádegisfundir fyrir félagsmenn með fulltrúum sjö stjórnmálasamtaka sem bjóða fram í komandi alþingiskosningum.

Fundirnir verða haldnir dagana 18., 19. og 20. október milli kl. 12:00 og 13:00 í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, 4. hæð.

Markmiðið er að gefa flokkunum tækifæri til að kynna stefnu sína og áherslur í málefnum er varða hagsmuni háskólafólks sérstaklega og svara spurningum um þær. Fundirnir verða haldnir dagana 18., 19. og 20. október milli kl. 12:00 og 13:00 í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, 4. hæð.

Í næstu viku efnir BHM til opinna hádegisfunda fyrir félagsmenn með fulltrúum sjö stjórnmálasamtaka sem bjóða fram í komandi alþingiskosningum. Markmiðið er að gefa flokkunum tækifæri til að kynna stefnu sína og áherslur í málefnum er varða hagsmuni háskólafólks sérstaklega og svara spurningum um þær. Fundirnir verða haldnir dagana 18., 19. og 20. október milli kl. 12:00 og 13:00 í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, 4. hæð.

Dagskráin er sem hér segir:

·         Þriðjudagur 18. október, 12:00–13:00

o   Píratar

o   Sjálfstæðisflokkurinn

·         Miðvikudagur 19. október, 12:00–13:00

o   Framsóknarflokkurinn

o   Vinstrihreyfingin – grænt framboð

·         Fimmtudagur 20. október, 12:00–13:00

o   Björt framtíð

o   Samfylkingin

o   Viðreisn

·         Þriðjudagur 25. október, 12:00–13:00

o   Dögun

o   Flokkur fólksins


Vinsamlegast athugið að skrá þarf þátttöku fyrirfram á vef BHM (smellið hér). 

Boðið verður upp á hádegissnarl.

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundina.