21 mar. 2016

Kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur verið undirritaður

Félag íslenskra náttúrufræðinga og nokkur önnur stéttarfélög BHM undirrituðu kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga sl. nótt.  Samningurinn verður kynntur fljótlega, en félagið mun senda sérstaklega tilkynningu til félagsmanna um hvernær sú kynning verður haldin.  Atkvæðagreiðsla verður um samninginn í kjölfarið.  Niðurstaða úr þeirri atkvæðagreiðslu þarf að liggja fyrir eigi síðar en 5. apríl nk.