Fara í efni

Stofnanasamningar

Kjarasamningar við ríkið eru tvískiptir. Annars vegar eru gerðir miðlægir kjarasamningar sem kveða almennt á um réttindi og skyldur, miðlægar hækkanir o.s.frv. Hins vegar eru gerðir stofnanasamningar.

Stofnanasamningur er samningur milli  stéttarfélags og  stofnunar og telst hluti af kjarasamningi. Í stofnanasamningi er m.a. að finna röðun starfa í launaflokk og mat á persónubundnum og tímabundnum þáttum til launa. Í stofnanasamningum kemur fram launasetning einstakra starfa á félagssvæði FÍN hjá ríki, álögur vegna persónu- og tímabundinna þátta s.s menntunar, árangurs í starfi, starfsreynslu og símenntunar. Stofnanasamningar gilda þar til nýir hafa verið gerðir.

BHM og ríkið hafa sameiginlega gefið út handbók um gerð og inntak stofnanasamninga þar sem finna má ýmsar leiðbeiningar er varða gerð stofnanasamninga. 

Hér má finna gildandi stofnanasamninga félagsins:

Gildandi stofnanasamningar FÍN eru í stafrófsröð hér að neðan. Dagsetningin við hvern samning segir ýmist til um hvenær skrifað var undir viðkomandi samning eða honum síðast breytt.

Núverandi stofnanir sem bókun 2 frá 28. maí 2014 nær til eru eftirfarandi: 

Barnaverndarstofa, Fangelsismálastofnun, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Hagstofan, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Landlæknir, Landmælingar, Landsbókasafn, Matvælastofnun, Orkustofnun, Rannís, Ríkiskaup, Ríkislögreglustjóri, Ríkisskattstjóri, Samgöngustofa, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra, Sjúkrahúsið á Akureyri, Sjúkratryggingar, Tilraunastöð Háskólans á Keldum, Tollstjóri, Tryggingastofnun ríkisins, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Umhverfisstofnun, Veðurstofa, Vinnueftirlitið, Vinnumálastofnun, Þjóðleikhús, Þjóðminjasafn og Þjóðskjalasafn.