22 apr. 2020

Viltu taka þátt í könnun?

Rakel Sæmundsdóttir er að vinna lokaverkefni í MPM námi (meistaranám í verkefnastjórnun) við Háskólann í Reykjavík er í meistaranámi í verkefnastjórnun og óskaði eftir þvi að náttúrfræðingar tækju þátt í könnun . Rakel er að rannsaka hversu víðtæk verkefnastjórnun er á meðal náttúrufræðinga á Íslandi. Smellið endilega á hlekkinn ef þið viljið taka þátt!

Kynning á könnun:

Góðan daginn,

Ég er að vinna lokaverkefni í MPM námi (meistarnám í verkefnastjórnun) við Háskólan í Reykjavík þar sem ég er að rannsaka hversu víðtæk verkefnastjórnun er á meðal náttúrufræðinga á Íslandi. Leiðbeinandinn minn er Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir.

Mér þætti vænt um ef þú gætir veitt mér lið í rannsókn minni og svarað eftirfarandi spurningakönnun. Það tekur að jafnaði 5 – 10 mínútur að svara könnuninni.

Það eru engin rétt eða röng svör og ekki er hægt að rekja svör til einstaklinga. Í lok könnunarinnar eru nokkrar bakgrunnsspurningar fyrir úrvinnslu hennar.

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við mig í tölvupósti: rakels18@ru.is

Með kveðju og fyrirfram þökkum fyrir þátttökuna,

Rakel Sæmundsdóttir

HLEKKUR Á KÖNNUN:https://forms.office.com/Pages/ResponsePage.aspx?id=YCvZlPrmwEOABec-AoEsND76RY6b61dAms33dTmwr9ZUMThQR0NNSUswRzFHTjVTREhNNlBHRzNSQy4u