19 jan. 2020

Fréttabréf - Janúar 2020 - Framboðsfrestur!

Fréttabréf félagsins hefur verið sent til félagsmanna og sérstaklega er bent á að framboðsfrestur til að gefa kost á sér til embætta/trúnaðarstarfa hjá félaginu rennur út 1. febrúar nk.  Framboð skal tilkynnt hér . Sami frestur er til að skila inn tillögum um lagabreytingar á lögum félagsins og skal skila þeim tillögum á netfangið fin@bhm.is. Í fréttabréfinu er umfjöllun m.a. um kjaramál og niðurstöður úr könnun sem félagið stóð að fyrir áramótin. Félagsmenn sem enn hafa ekki sótt um styrk úr Vísindasjóði FÍN eru hvattir til að sækja um styrk fyrir 31. janúar nk.