4 feb. 2020

Auglýsing BHM -Framboð á aðalfundi BHM

BHM leitar að félagsmönnum til að sitja í stjórnum og nefndum bandalagsins, sjá auglýsingu . Ef þú vilt taka þátt í að móta stefnu og framtíðarsýn BHM þá er hér spennandi verkefni fyrir þig! 

Hafðu samband við félagið í gegnum netfangið fin@bhm.is fyrir 15. febrúar næstkomandi hafir þú áhuga á að gefa kost á þér í stjórn eða nefndir bandalagsins.

Kosið verður í eftirtaldar stöður á aðalfundi BHM 27. maí næstkomandi, þó með þeirri undantekningu að varaformaður bandalagsins verður kjörinn af aðalfundarfulltrúum í rafrænni kosningu eigi síðar en fjórum vikum fyrir fundinn.

 • Varaformaður BHM: Varaformaður BHM til tveggja ára
 • Stjórn BHM: Þrír aðalmenn í stjórn BHM til tveggja ára.
 • Varamaður stjórn BHM: Tveir varamenn í stjórn BHM til eins árs.
 • Skoðunarmenn reikninga: Tveir skoðunarmenn reikninga og einn til vara til eins árs.
 • Framboðsnefnd: Fimm nefndarmenn og tveir til vara.
 • Kjörstjórn: Tveir nefndarmenn og einn til vara.
 • Kjara- og réttindanefnd: Tveir nefndarmenn og einn til vara.
 • Þjónustu- og aðbúnaðarnefnd: Tveir nefndarmenn og einn til vara.
 • Jafnréttisnefnd: Tveir nefndarmenn og tveir til vara.
 • Lagabreytinganefnd: Fimm nefndarmenn.
 • Stjórn Orlofssjóðs: Tveir nefndarmenn til tveggja ára.
 • Stjórn Sjúkrasjóðs: Tveir nefndarmenn til tveggja ára.
 • Stjórn Starfsmenntunarsjóðs: Einn nefndarmaður til tveggja ára.