21 sep. 2020

Vinnustaðafundir eru hafnir hjá formanni FÍN!

Formaður félagsins hefur hafið vinnustaðafundina en fyrsti vinnustaðafundurinn var haldinn í dag.  Lagt er upp með að halda fundi á öllum vinnustöðum sem það vilja þar sem starfa 7 félagsmenn FÍN eða fleiri.  Allir vinnustaðafundir verða haldnir í fjarfundi þetta haustið.  Vinnustaðafundirnir taka um það bil klukkustund og við biðjum trúnaðarmenn að hafa samband við skrifstofu félagsins um netfangið fin@bhm.is ef vilji er til að skipuleggja vinnustaðafund á ykkar vinnustað.  Ef ekki er trúnaðarmaður til staðar á vinnustaðnum þá setur einhver félagsmaður sig í samband við okkur og við finnum út úr því.