11 jún. 2020

Enn er legið undir feldi!

Félagsmenn FÍN hafa haft samband við okkur og spurt frétta út í stöðu dómsmálsins um atkvæðagreiðsluna um kjarasamning FÍN og ríkisins.   Skemmst er frá því að segja að dómarar Félagsdóms liggja enn undir feldi og hafa enn ekki gefið það út til okkar lögmanns hvenær vænta má niðurstöðu í máli ríkisins gegn FÍN. Um leið og við vitum hvenær dóms er að vænta í Félagsdómi þá munu félagsmenn okkar verða upplýstir um það og niðurstöðuna.