23 mar. 2020

Vonar að ríkið muni enn eftir sér þegar síðasta smitið hefur verið greint

Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Mynd: VÍSIR/EINAR

Máney Sveinsdóttir er félagsmaður hjá FÍN og einnig trúnaðarmaður FÍN á Landspítala. Hún stendur nú vaktina á Landspítala fyrir okkur öll. Samt hefur ríkið engan áhuga á að semja við félagið eða hin 10 aðildarfélög BHM sem koma sem ein heild að samningaborðinu við ríkið. Dónaskapur, hótanir og afarkostir eru lýsandi viðhorf SNR(samninganefnd ríkisins) sem mætir samninganefnd 11 aðildarfélaga BHM. Þetta er langt því frá því að vera eðlilegar samningaviðræður. Ríkið segir ,,þetta fáið þið og ekki neitt meira”. Ríkið hefur ákveðið um hvað og hvernig skuli samið í þessum viðræðum, afstaða félagsins er hunsuð og meiri harka er komin í SNR um að við semjum við þá á þeirra forsendum! Þetta er ólíðandi framkoma við starfsmenn ríkisins sem leggja allt sitt að mörkum fyrir sinn vinnuveitanda og okkur öll!

Greinin í heild sinni!