28 feb. 2020

Hættustig almannavarna hefur verið virkjað - COVID-19

BHM hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:

Hættustig almannavarna hefur verið virkjað þar sem fyrsta til­felli COVID-19-kór­ónu­veiru hefur grein­st á Íslandi. BHM hefur ákveðna upplýsingaskyldu sem heildarsamtök gagnvart félagsmönnum aðildarfélaga um ábyrgð félagsmanna, réttindi og skyldur í heimsfaraldri inflúensu þegar um er að ræða óvissustig, hættustig eða neyðarstig.

Ein­stak­ling­ar sem finna fyr­ir veik­ind­um og hafa mögu­lega verið ber­skjaldaðir fyr­ir smiti vegna t.d. ferðalaga eru hvatt­ir til að hringja í 1700 (fyr­ir er­lend síma­núm­er: +354 544-4113) til að fá leiðbein­ing­ar. Þeir sem hafa verið í nánu sam­neyti við ein­stak­linga með staðfesta eða lík­lega sýk­ingu verða sett­ir í sótt­kví og hið sama á við um þá sem ferðast hafa á und­an­förn­um dög­um til skil­greindra áhættu­svæða. Ítar­leg­ar upp­lýs­ing­ar um hina nýju kór­ónu­veiru er að finna á landla­ekn­ir.is og jafn­framt upp­lýs­ing­ar um skil­greind áhættu­svæði.

BHM vekur jafnframt athygli á vef embættis landlæknis þar sem hægt er að kynna sér ýmislegt:

-Spurningar og svör varðandi kórónaveiru
-Leiðbeiningar til framlínustarfsmanna í atvinnulífinu
-Ráðleggingar til ferðamanna
-Sýkingavarnir fyrir almenning
-Leiðbeiningar fyrir almenning varðandi sóttkví í heimahúsi
-Leiðbeiningar fyrir almenning varðandi einangrun í heimahúsi
-Myndbönd um sýkingavarnir í heilbrigðisþjónustu