21 feb. 2019

Innleiðing starfsmats hjá sveitarfélögum

Fundur með félagsmönnum

Eins og félagsmenn FÍN hafa áður verið upplýstir um þá stendur yfir innleiðing starfsmats hjá félagsmönum okkar sem taka laun samkvæmt kjarasamningi FÍN og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þessu ferli átti að vera lokið þann 1. júní 2018, en seinkun var á innleiðingunni og það var ekki fyrr en 31. janúar sl. sem gengið var formlega frá undirritun á öllum störfum FÍN sem fóru í starfsmat. Því er lokahnykkur innleiðingar starfsmatsins framundan, þ.e.a.s. að varpa okkar félagsmönnum inn í starfsmatkerfið SAMSTARF. Félagið hefur sent öllum félagsmönnum sem taka laun samkvæmt kjarasamningi FÍN og Samband íslenskra sveitarfélaga tölvupóst í dag ásamt fundarboði á fund í næstu viku til að fara yfir stöðuna.

Nýjar launatöflur, launatafla III-a, launatafla IV og launatafla V er að finna hér, ásamt nýjum starfsheitum í starfsmati.

Fundargerðir sem hafa verið undirritaðar vegna frestun og breytinga á innleiðingarferlinu, ásamt reiknivélum er að finna hér .