3 jan. 2019

Nýr starfsmaður á skrifstofu FÍN

Bergdís Linda Kjartansdóttir hóf störf í dag

Bergdis


Bergdís Linda Kjartansdóttir hóf störf í dag sem sérfræðingur í kjaramálum á skrifstofu FÍN. Bergdís er með BA próf í íslensku, próf í uppeldis- og kennslufræðum og meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Hún hefur töluverða reynslu af mannauðs- og kjaramálum á opinberum markaði þar sem hún starfaði m.a. sem sérfræðingur á mannauðssviði hjá Tollstjóra í tíu ár og þar áður sem framhaldsskólakennari.

FÍN býður Bergdísi velkomna til starfa.

Bergdís er með netfangið serfraedingurfin@bhm.is og símanúmerið hennar er 595-5178.