19 des. 2018

Styrkir úr Vísindasjóði FÍN

Stjórn Vísindasjóðs FÍN samþykkti í dag, 19. desember 2018, allar fyrirliggjandi umsóknir sem uppfylltu skilyrði um styrk úr Vísindasjóði FÍN. Greiðsla styrksins hefur farið fram en þeir voru lagðir inn á tilgreindan bankareikning viðkomandi umsækjenda. Þeir sem hafa ekki fengið samþykkta umsókn í dag en töldu sig eiga að fá slíkan styrk greiddan í dag eru vinsamlegast beðnir um að kíkja á stöðu umsóknarinnar á " mínum síðum " en þar kemur fram ástæða þess að ekki sé búið að samþykkja umsóknina. Þeir aðilar eru beðnir um að skila inn umbeðnum upplýsingum sem þar koma fram á netfangið fin@bhm.is . Umsóknir sem berast sjóðnum 17. desember 2018 og til og með 31. janúar 2019 verða afgreiddar af stjórn sjóðsins í fyrstu viku febrúarmánaðar.