19 nóv. 2018

Undirritun stofnanasamnings milli FÍN og Rannís

Þann 16. nóvember 2018 var undirritaður stofnanasamningur milli FÍN og Rannsóknarmiðstöðvar Íslands - Rannís sem tók gildi 1. október 2018.  FÍN þakkar þeim sem komu að samningsferlinu fyrir samstarfið.
Samningurinn hefur verið vistaður á heimasíðu félagsins undir stofnanasamningar og nálgast má hér. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér efni samningsins og geta ávallt leitað til félagsins vakni upp einhverjar spurningar.