21 sep. 2018

BHM 60 ára – Taktu þátt í gleðinni

Enn eru nokkur sæti laus á 60 ára afmælisfagnaði BHM - Skráning framlengd til 25. september

Þriðjudaginn 23. október næstkomandi verða 60 ár liðin frá stofnun Bandalags háskólamanna. Þennan dag stendur bandalagið fyrir afmælisfagnaði í Borgarleikhúsinu þar sem brugðið verður ljósi á ýmsa þætti sem tengjast baráttu BHM í sex áratugi. Umsjón með afmælisdagskrá hefur Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri, og hefur hann fengið til liðs við sig hóp leikara, söngvara, hljóðfæraleikara og skemmtikrafta sem munu taka þátt.

Enn eru nokkur sæti laus á 60 ára afmælisfagnaðinn. Því hefur verið ákveðið að framlengja netskráningu til þriðjudagsins 25. september.

Fyrst koma, fyrst fá!  Skráning og nánari upplýsingar hér.

Bhm-60