6 apr. 2018

Bilun hjá Microsoft hefur áhrif á starfsemi FÍN.

Bilunin veldur því m.a. að tafir verða á svörun tölvupósta. 

Nú er uppi bilun hjá Microsoft á heimsvísu sem mun hafa einhver áhrif á þjónustu FÍN við félagsmenn. Bilunin veldur því m.a. að tölvupóstar berast ekki til félagsins né er hægt að senda tölvupóst. Tafir verða því á svörun tölvupósta á meðan á biluninni stendur. 

Við biðjumst velvirðingar á þessum töfum og biðjum félagsmenn að sýna þolinmæði.

Litlar upplýsingar liggja fyrir um vandann en unnið er að viðgerð skv. upplýsingum sem félagið hefur frá Advania. Hægt er að fylgjast með stöðunni á biluninni hérna á Twitter

Q42jPPSY_400x400