12 mar. 2018

Félagsmenn FÍN samþykkja nýgerðan kjarasamning FÍN og fjármálaráðherra f.h. ríkisins.

Dagana 5. til 12. mars fór fram atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna sem starfa hjá ríkinu um nýgerðan kjarasamning sem undirritaður var þann 28. febrúar sl.

Úrslit atkvæðagreiðslunnar urðu með eftirfarandi hætti:

Á kjörskrá voru 795

Atkvæði greiddu 529 eða 66,5%

Já sögðu 404 eða 76,4%

Nei sögðu 94 eða 17,8%

Auðir seðlar voru 31 eða 5,9%

Samkvæmt þessari niðurstöðu hafa félagsmenn í Félagi íslenskra náttúrufræðinga samþykkt nýgerðan kjarasamning FÍN og fjármálaráðherra f.h. ríkisins, dags. 28. febrúar 2018. 

Gildistími kjarasamningsins er frá 1. september 2017 til 31. mars 2019. Samið var um breytingar á launatöflu en ný launatafla er án lífaldursþrepa. Launahækkanir koma inn á þremur tímasetningum á samningstímabilinu:

1. september 2017: Ný launatafla

Félagsmenn í lífaldursþrepum 1,2,3 og 4 í núverandi töflu verða færðir upp í lífaldursþrep 5 í núverandi töflu (1. júní 2016) og síðan eru þrepin 1,2,3 og 4 klippt af töflunni.  Við þessa breytingu verður til ný launatafla sem er án lífaldursþrepa.  Þeir sem eru í 5 aldurþrepi í núverandi launatöflu (1. júní 2016) hækka því ekki í launum þann 1. september 2017, aðeins þeir sem eru í lífaldursþrepi 1,2,3 og 4. 

1. janúar 2018: Launataflan hækkar um 2%

Launataflan sem tók gildi 1. september 2017 hækkar afturvirkt til 1. janúar 2018 um 2%.

1. júní 2018: Launataflan hækkar um 2%

Launataflan sem tók gildi 1. janúar 2018 hækkar 1. júní 2018 um 2%.

Samninginn má finna hér .