Atvinnuauglýsingar

Félagsmönnum er boðið að koma sér á framfæri með birtingu atvinnuauglýsingar og atvinnurekendur geta auglýst eftir starfsfólki hér á vefnum.  

Störf í boði

Engin störf eins og er.

Starf óskast

Engar óskri eins og er.

Nánari upplýsingar 

Atvinnurekendur sem óska eftir birtingu á atvinnuauglýsingu eða félagsmenn í atvinnuleit sem vilja birta upplýsingar um sig hér er bent á að hafa samband við skrifstofu FÍN, í síma 595 5175 eða með því að senda póst á fin@bhm.is

Reglur um atvinnuauglýsingar á vefnum

  1. Hverjir geta auglýst á vefnum? Atvinnurekendur geta auglýst eftir starfsfólki í störf á vef félagsins. Einnig geta atvinnulausir félagsmenn okkar komið sér á framfæri og auglýst eftir starfi.
  2. Hvert eiga auglýsingarnar að berast? Skrifstofa FÍN tekur við auglýsingum frá atvinnurekendum í gegnum netfangið fin@bhm.is . Félagsmenn okkar senda okkur ferilskrá og útbúin er auglýsing sem félagsmaður les yfir. Sé hann samþykkur auglýsingunni þá er hún birt.
  3. Hve lengi er auglýsingin birt? Mikilvægt er að birtingartími auglýsingarinnar sé uppgefinn við innsendingu auglýsingar. Sé ekki gefinn upp birtingartími þá er auglýsingin birt í 10 daga. Auglýsing félagsmanna eftir störfum birtist á heimasíðu félagsins í þann tíma sem umsamið er.
  4. Hvenær birtist auglýsingin á vefnum? Auglýsingin birtist á vefnum innan 2 virkra sólarhringa frá því hún berst félaginu. Yfirlit yfir auglýst störf og störf óskast er sent áskrifendum með netpósti á föstudögum.
  5. Hvar liggur ábyrgðin á auglýsingunni? Atvinnurekandi sem sendir inn auglýsinguna ber ábyrgð á uppsetningu og innihaldi auglýsingarinnar, en við bendum á að það er æskilegt að eftirfarandi upplýsingar komi fram í auglýsingunni:
  • Yfirskrift auglýsingar -  hvaða starf er um að ræða.
  • Greinargóð lýsing á því í hverju starfið felst.
  • Hver sé upphafstími ráðningar.
  • Hvert sé starfshlutfallið.
  • Hvaða kröfur gerðar eru til starfsmannsins.
  • Hvaða starfskjör eru í boði.
  • Hver veitir upplýsingar um starfið, nafn fyrirtækis, tengiliðs, netfang og símanúmer. 
  • Hvert á umsókn að berast.
  • Hver er umsóknarfresturinn.
  • Að öllum umsóknum verði svarað.
Varðandi störf óskast þá er það samkomulagsatriði milli félagsmanns og skrifstofu félagsins hverju sinni hvaða upplýsingar eru gefnar upp um félagsmenn okkar sem eru að leita að starfi. Gengið er út frá að birt sé að minnsta kosti:
  • Yfirskrift auglýsingar - Hver leitar að vinnu.
  • BS/Master/Doktors ritgerð/ir.
  • Tungumálakunnátta
  • Tölvukunnátta.
  • Fyrri starf/störf.
  • Hvernig starfi leitar viðkomandi að.
  • Starfshlutfall.
  • Hvenær getur viðkomandi hafið störf.
  • Annað sem aðilar vilja nefna.
6.  Hvert á sniðmát auglýsingarinnar að vera? Æskilegt er að auglýsingin berist sem pdf-skjal frá atvinnurekendum.
 
7.  Hver er gjaldskráin? Ekkert gjald er tekið fyrir birtar auglýsingar.
 
Allar frekari upplýsingar veitir skrifstofa félagsins í síma 595 5175 eða um netfangið fin@bhm.is.