20 feb. 2018

TAKK FYRIR EKKERT!

Félagsfundur FÍN, vegna kjaraviðræðna við ríkið, 1. mars nk. kl. 14:00 að Borgartúni 6, 3. hæð. 

Félag íslenskra náttúrufræðinga boðar til félagsfundar þann 1. mars nk. kl. 14:00 að Borgartúni 6, 3. hæð

Á dagskrá er hin alvarlega staða sem upp er komin í kjaraviðræðum FÍN við ríkið. 

Í dag birti stjórn FÍN auglýsingu í Fréttablaðinu sem hljóðar svo:

Eins og fram kemur í auglýsingunni þá hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haft uppi loforð um bætt vinnubrögð, hástemmdar yfirlýsingar um samvinnu og samtöl á vinnumarkaði. Stjórn félagsins hefur ekki fengið efnislegar umræður um kröfur félagsins í viðræðum sínum við samninganefnd ríkisins (SNR) og SNR hefur sett félaginu afarkosti oftar en einu sinni. Félagið lítur ekki svo á að um sé að ræða eiginlegar kjaraviðræður þar sem SNR hefur hafnað viðræðum um kröfur félagsins án umræðu og hefur ekki sýnt okkur þá virðingu að ræða efnislega okkar tillögur. SNR hefur aðeins ýtt yfir samningaborðið til okkar afleitum tilboðum sem mæta ekki á nokkurn hátt kröfum félagsins. Stjórn FÍN líður ekki slíkt ofbeldi í garð samninganefndar félagsins og þess vegna sendir stjórn félagsins ríkisstjórninni þessi skilaboð, „Takk fyrir ekkert!“.

Formaður FÍN mun á fundinum fara yfir stöðu viðræðna FÍN og SNR. Félagsmenn sem starfa hjá ríkinu sérstaklega hvattir til að mæta til fundarins.

Hér má lesa bréf formanns FÍN í heild sinni.