13 jún. 2018

Styrkir til atvinnulausra félagsmanna FÍN

Félagsmenn sem greiða iðgjöld til FÍN af atvinnuleysisbótum frá Vinnumálastofnun geta fengið styrk, allt að 200.000 kr. á ári

Félagi íslenskra náttúrufræðinga er umhugað að styðja við bakið á félagsmönnum sem eru atvinnulausir og kjósa að greiða félagsgjald af atvinnuleysisbótum frá Vinnumálastofnun til félagsins. 

Atvinnulausir félagsmenn geta fengið styrk, allt að 200.000 kr. á ári, t.d. til að sækja námskeið að eigin vali. Félagsmönnum sem hafa verið atvinnulausir í 12 mánuði eða lengur býðst einnig handleiðsla hjá sálfræðingum Líf og sál hf.

FÍN framlengir rétt atvinnulausra í sjóðum BHM með því að greiða iðgjöld í Orlofssjóð BHM, Starfsmenntunarsjóð BHM og Sjúkra- eða Styrktarsjóð BHM á meðan á atvinnuleysi stendur. Félagsmenn viðhalda þannig rétti sínum eða stofna nýjan rétt í þeim sjóðum.

Aðstoð FÍN getur t.d. falist í því að greiða niður námskeið, skólagjöld eða veita styrki vegna greinaskrifa í blöð/ tímarit. FÍN leggur áherslu á að um einstaklingsbundin úrræði er að ræða þar sem þarfir félagsmanna eru mismunandi.  Hámarksfjárhæð styrks á hvern félagsmann er 200.000 kr. á ári og hefur 100.000 kr. verið úthlutað á fyrri hluta ársins og 100.000 kr. á seinni hluta ársins. Frá 1. júní 2018 var þó ákveðið að hætta að veita styrki vegna bókakaupa.

FÍN hvetur atvinnulausa félagsmenn til að hafa samband um netfangið fin@bhm.is og sækja um styrk!