23 feb. 2013

Nýr upplýsingavefur FÍN er snjall-vefur

  • Þrastarungi

FÍN hefur nú uppfært vef sinn með það að leiðarljósi að vera í fararbroddi á sviði upplýsingargjafar og þjónustu við félagsmenn. Innan tíðar bætist við sérstök þjónustugátt (mínar síður) sem efla á upplýsingaflæði á milli félagsmanna og félagsins enn frekar, auk netútgáfu af náttúrufræðingatali. 

FÍN hefur nú uppfært vef sinn með það að leiðarljósi að vera í fararbroddi á sviði upplýsingargjafar og þjónustu við félagsmenn.  Nýi vefurinn er svokallaður snjall-vefur og lagar sig sjálfkrafa að ólíkum skjástærðum, hvort heldur er um að ræða snjallsíma, spjaldtölvur eða hefðbundinn tölvuskjá.   Auk útlitsbreytinga á vefnum hefur allt efni verið endurskoðað og endurskrifað og leitast við að hafa aðalatriði í forgrunni.  

Hugað var sérstaklega að aðgengismálum við hönnun vefsins, fyrir þá sem t.d. eiga erfitt með lesa, með því að bjóða upp á vefþjónustu frá stillingar.is.  Þá er leitarvél vefsins mun fullkomnari en sú sem var á gamla vefnum. 

Á næstu misserum mun félagið bæta þjónustuna enn fremur á þessu sviði með opnun sérstakrar þjónustugáttar (Mínar síður) auk útgáfu náttúrufræðingatals á vefnum.