5 jan. 2018

Breytingar á reglum Styrktarsjóðs BHM frá 1. janúar 2018. 

1. janúar 2018 urðu eftirfarandi breytingar á reglum Styrktarsjóðs BHM.

Helstu breytingar eru þessar:

ATH. Nýr styrkur - Grein 19:

                  ÆTTLEIÐINGARTYRKUR

Veittur er styrkur að fjárhæð kr. 170.000 vegna útgjalda við utanför til að sækja barn til ættleiðingar til hvers sjóðfélaga.

Grein 3a:

Var:           Umsóknir: Sækja þarf um styrk til sjóðsins á rafrænu formi á http://www.bhm.is/umsoknir/rafraenar-umsoknir/. Styrkumsóknir eru afgreiddar einu sinni í hverjum mánuði. Umsóknum ásamt viðeigandi gögnum/reikningum skal skilað inn rafrænt fyrir 10. hvers mánaðar. Að jafnaði er greitt út 24. -26. hvers mánaðar eða næsta virka dag á eftir.

Verður:      Umsóknir: Sækja þarf um styrk til sjóðsins á rafrænu formi áhttp://www.bhm.is/umsoknir/rafraenar-umsoknir/. Hvert 12 mánaða greiðslutímabil miðast við umsóknardag. Styrkumsóknir eru afgreiddar einu sinni í hverjum mánuði. Umsóknum ásamt viðeigandi gögnum/reikningum skal skilað inn rafrænt fyrir 10. hvers mánaðar. Að jafnaði er greitt út 24. -26. hvers mánaðar eða næsta virka dag á eftir.

Grein 4a:

Var:           Veikindi eða slys sjóðfélaga: Sjóðurinn greiðir sjúkradagpeninga í allt að 9 mánuði samanlagt vegna veikinda eða slysa sjóðfélaga þegar veikindarétti samkvæmt kjarasamningum sleppir. Þó er aldrei greitt lengra aftur í tímann en 3 mánuði. Sjóðfélagi öðlast rétt til sjúkradagpeninga að nýju eftir 12 mánaða iðgjaldagreiðslu eftir að fyrra bótatímabili lýkur og öðlast þá hálfan rétt en fullan eftir 24 mánuði.

Hafi verið greitt í sjóðinn í færri en 9 mánuði, miðast réttur til sjúkradagpeninga við fjölda þeirra mánaða sem greiddir hafa verið. Þannig hefur sjóðfélagi sem greitt hefur til sjóðsins í sex mánuði áunnið sér rétt til sjúkradagpeninga í sex mánuði.

Verður:      Veikindi eða slys sjóðfélaga: Sjóðurinn greiðir sjúkradagpeninga í allt að 9 mánuði samanlagt vegna veikinda eða slysa sjóðfélaga þegar veikindarétti samkvæmt kjarasamningum sem og öðrum lögbundnum réttindum sleppir svo sem rétti til greiðslna í fæðingarorlofi og vegna veikinda barna. Þó er aldrei greitt lengra aftur í tímann en 3 mánuði. Sjóðfélagi öðlast rétt til sjúkradagpeninga að nýju eftir 12 mánaða iðgjaldagreiðslu eftir að fyrra bótatímabili lýkur og öðlast þá hálfan rétt en fullan eftir 24 mánuði.

Hafi verið greitt í sjóðinn í færri en 9 mánuði, miðast réttur til sjúkradagpeninga við fjölda þeirra mánaða sem greiddir hafa verið. Þannig hefur sjóðfélagi sem greitt hefur til sjóðsins í sex mánuði áunnið sér rétt til sjúkradagpeninga í sex mánuði.

Grein 7:

Var:         KRABBAMEINSLEIT – greitt er eftirfarandi

a.        Fyrir reglubundna (kembileit) á brjósta- og/eða leghálskrabbameini er endurgreitt að fullu, þurfi félagsmaður að fara í framhaldsrannsókn er endurgreitt kr. 10.000.

b.        Krabbameinsskoðun í ristli er endurgreidd kr. 10.000.

c.        Krabbameinsskoðun á blöðruhálskirtli er endurgreidd kr. 10.000.

Verður:    KRABBAMEINSLEIT – greitt er eftirfarandi

a.        Fyrir reglubundna kembileit  að  brjósta- og/eða leghálskrabbameini s.s. hjá Krabbameinsfélaginu er greitt eftir taxta Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins.

b.        Þurfi félagsmaður að fara í framhaldsrannsókn er greitt kr. 10.000.

c.        Fyrir krabbameinsskoðun í ristli er greitt kr. 10.000.

d.        Fyrir krabbameinsskoðun á blöðruhálskirtli er greitt kr. 10.000.

Grein 18:

Var:         FÆÐINGARSTYRKUR

a.   Báðir foreldrar eiga rétt séu þeir aðilar að sjóðnum og uppfylla skilyrði um sjóðsaðild. Upphæð styrks miðast við starfshlutfall.

Sækja þarf um innan árs frá fæðingu barns. Fæðingarstyrkur er veittur til foreldris gegn framvísun fæðingarvottorðs og afriti af nýjum launaseðli (með réttu starfshlutfalli).

Fullur styrkur fyrir barn fætt árið 2016 er kr. 200.000 til foreldris vegna hvers barns en lækkar í samræmi við starfshlutfall.

Fullur styrkur fyrir barn fætt  árið 2017 er kr. 215.000 til foreldris vegna hvers barns en lækkar í samræmi við starfshlutfall.

b.   Hálfur styrkur er greiddur vegna fósturláts eftir 18 vikur og andvana fæðingar.

Verður:    FÆÐINGARSTYRKUR

a.  Báðir foreldrar eiga rétt séu þeir aðilar að sjóðnum og uppfylla skilyrði um sjóðsaðild. Upphæð styrks miðast við starfshlutfall.

Sækja þarf um innan árs frá fæðingu barns. Fæðingarstyrkur er veittur til foreldris gegn framvísun fæðingarvottorðs og afriti af nýjum launaseðli (með réttu starfshlutfalli).

Fullur styrkur fyrir barn er kr. 215.000 til foreldris vegna hvers barns en lækkar í samræmi við starfshlutfall.

b.  Hálfur styrkur er greiddur vegna fósturláts eftir 18 vikur og andvana fæðingar.