16 okt. 2017

FÍN hefur vísað kjaradeilu sinni við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs til ríkissáttasemjara.  

Ríkissáttasemjari mun kalla aðila til fundar og munu viðræður aðila framvegis fara fram undir umsjón og eftir ákvörðun hans.

Félag íslenskra náttúrufræðinga hefur ákveðið að vísa kjaradeilu sinni við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs til ríkissáttasemjara. 

Félagið hitti samninganefnd ríkisins þ.m.t. formann samninganefndar ríkisins á fundi í dag og afhenti honum bréf þess efnis. 

Ríkissáttasemjara var tilkynnt um vísunina með bréfi sem móttekið var af embættinu kl. 14:46 í dag.

Helstu kröfur félagsins eru:

  • Bætt kjör í stað lakara lífeyriskerfis.
    • Félagið gerir kröfu um að staðið verði við gefin loforð vegna 7. gr. samkomulags um breytingu á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna.
    • Leiðrétta þarf launakjör nýráðinna ríkisstarfsmanna þannig að þau verði sambærileg við almenna markaðinn. 
    • Brýnt er að taka fyrstu skref í að leiðrétta launakjör þessa hóps. 
    • Ótækt er að þessi hópur verði látinn bíða í 6-10 ár eftir launaleiðréttingu, þar sem almenni markaðurinn hefur nú þegar fengið bætt lífeyriskjör.
  • Launahækkanir á samningstímabilinu.
    • Launahækkanir séu ekki lakari en ríkið hefur nú þegar samið við aðra hópa.
    • Að lágmarkslaun verði 400.000 kr. frá og með 1. júní 2017 og taki hækkunum á samningstímabilinu.
    • Að lífaldurstengingar í launatöflum félagsins verði afnumdar, þar sem um ómálefnalega mismunun er að ræða.
    • Að menntun sé metin til launa.
  • Láglaunastefna löguð á einstökum stofnunum ríkisins.
    • Tekið verði sérstaklega á láglaunasetningu einstakra starfa innan ríkisstofnana, lögð áhersla á að styrkja og þróa launakerfið á stofnunum ríkisins.

Samninganefnd ríkisins hefur ekki orðið við neinum kröfum félagsins en í stað boðið félaginu framlengingu á núverandi samningi fram til marsloka 2019, sem þýðir 0% launahækkun. Því ákvað stjórn FÍN að vísa kjaradeilu sinni við ríkið til ríkissáttasemjara.