20 feb. 2017

Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði (SHMN) gekk sem einn hópur inn í FÍN þann 31. desember 2016.

SHMN gekk sem einn hópur inn í FÍN þann 31. desember 2016 og tók FÍN á sama tíma yfir öll réttindi og skyldur SHMN.

Á auka aðalfundi Stéttarfélags háskólamanna á matvæla- og næringarsviði (SHMN) sem haldinn var 8. nóvember sl. var tillaga stjórnar SHMN um að SHMN gangi í heild sinni í Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) samþykkt samhljóða.

SHMN gekk því sem einn hópur inn í FÍN frá og með 31. desember 2016 og tók FÍN á sama tíma yfir öll réttindi og skyldur SHMN.

Greiðslur vegna fyrrum félagsmanna SHMN greiðast því frá áramótum til FÍN. Greiðslur til sjóða BHM eru óbreyttar. Stéttarfélagsnúmer FÍN er 674. Nauðsynlegt er að breyta stéttarfélagsnúmerinu í launakerfum launagreiðenda því annars mun koma upp villa.

Félagsgjald sem félagsmenn greiða eftir inngöngu SHMN í FÍN er skv. reglum FÍN og greiðist frá 1. janúar 2017. Félagsgjald til FÍN er 0,7% af heildarlaunum, þó aldrei hærra en 7.000 kr. á mánuði. Frekari upplýsingar um greiðslur í sjóði og skilagreinar er að finna á heimasíðu FÍN, http://www.fin.is/launagreidendur/.

Framkvæmdastjóri FÍN, Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir, veitir nánari upplýsingar í síma 595-5178 sé eftir því óskað.