5 jan. 2016

Til sjóðfélaga Orlofssjóðs BHM

Umsóknarfrestur um leigu á orlofshúsum eða íbúðum  hjá Orlofssjóði BHM í útlöndum í sumar er til miðnættis 15. febrúar 2016, umsóknarfrestur um leigu á orlofshúsum um  páska er til miðnættis 29. febrúar 2016 og umsóknarfrestur um orlofshús í sumar innanlands er til miðnættis 31. mars.  Árlegt orlofsblað Orlofssjóðs BHM er í loklafrágangi og ætti að berast  sjóðfélögum næstu daga, þar eru húsin og íbúðirnar sem eru í boði kynnt með stuttri lýsingu og mynd. 
Bókanir fara fram á „Mínum síðum“.

Til sjóðfélaga Orlofssjóðs BHM. Nú er hægt að senda inn umsókn um leigu á orlofshúsum eða íbúðum í útlöndum í sumar. Til að sækja um þarf að fara inn á bókunarvefinn. Umsóknarformið er undir „umsóknir“, og velja svo „sækja um“. Þið getið sjálf breytt umsókninni á meðan umsóknarfrestur er ekki liðinn. Það skiptir ekki máli hvenær á umsóknarfrestinum umsóknin kemur inn svo framarlega sem hún kemur inn í síðasta lagi á lokadeginum. Úthlutun fer eftir punktakerfi þar sem kerfið skoðar hverja umsókn fyrir sig. Ef margir sækja um á sama stað á sama tíma fær sá úthlutun sem á flesta punkta. Punktasöfnun fer þannig fram að hver greiðslumánuður í sjóðinn gefur 4 punkta, árið gefur því 48 punkta. Útlönd - Hægt að senda inn rafræna umsókn á tímabilinu til miðnættis 15. febrúar, fyrir "Útlönd tímabilið frá frá 1. maí - 29. september 2015" þar sem það á við. Valkostir í útlöndum eru: Kaupm.h. Vesterbrogade 114 6. maí - 2 september 2016 Sumarhús Ordrup Danmörk 3. júní - 16. september 2016 Övej Ringseted Danmörk 10. júní til 16. september 2016 Ailingen – Bodense Þýskaland 11. júní - 27. ágúst 2016 Villa Luckendorf – Herragarður Þýskalandi 24. maí - 28. júní og 12. júlí - 27. september 2016 Las Mimosas Spánn 2. júní - 1. september 2016 Myllan Frakklandi 14. maí - 11. júní og 9. júlí - 24. september 2016 Við tökum 150 punkta fyrir að nota íbúðirnar á þessu tímabili. Leyfilegt er að punktainneign fari í mínus. Lýsingar og myndir af þessum húsum er hægt að skoða hér. ATH. það þarf að skrá sig inn með kennitölu og Íslykli eða rafrænum skilríkjum til að geta sent umsókn. Ef hann er týndur má sækja um nýjan hér: Rafræna umsóknarformið fyrir sumarhúsin um páska og innanlands er einnig komið inn á vefinn. Umsóknarfrestur rennur út sem hér segir: Útlönd á miðnætti 15. febrúar 2016, niðurstöður ættu að liggja fyrir um 16. febrúar. Páskar á miðnætti 29. febrúar 2016, niðurstöður ættu að liggja fyrir um 1. mars. Sumarið innanlands 2016 31. mars 2016, niðurstöður ættu að liggja fyrir um 1. apríl. Á miðnætti telst vera allur lokadagurinn þ.e. til kl. 24:00 þann daginn. Árlegt orlofsblað Orlofssjóðs BHM er í loklafrágangi og ætti að berast til ykkar mjög fljótlega, þar eru húsin og íbúðirnar sem eru í boði kynnt með stuttri lýsingu og mynd. Blaðið verður einnig hægt að skoða á heimasíðu Orlofssjóðsins. Orlofssjóður BHM er á facebook, þangað setjum auglýsingar um sumarhús sem losna með stuttum fyrirvara, því hvetjum við ykkur sem notið þann miðil til að gerast vinur okkur þar. Einnig er hægt að skrá sig á póstlista á Bókunarvef sjóðsins. Athugið að uppfæra persónuupplýsingar á bókunarvefnum því að niðurstöður úthlutunar verða sendar í tölvupósti á það netfang sem þar er. Margrét Þórisdóttir Rekstrarstjóri Orlofssjóðs Bandalags háskólamanna Borgartúni 6 / 105 Reykjavík Beinn sími / Tel: +354 595-5112 margert@bhm.is / http://www.bhm.is