23 feb. 2015

BHM-fræðslan - Tilkynning

Vegna vinnu við kjarasamninga verður BHM-fræðslan með óhefðbundnum hætti í ár, færri námskeið en vant er, en við munum reyna að bæta í eftir því sem efni standa til.  Hvetjum ykkur til að gerast vinir Bandalags háskólamanna á Facebook en þar setjum við inn fréttir af nýjum námskeiðum og auglýsum laus pláss ef forföll verða.  Fjögur ný námskeið hafa bæst við í BHM-fræðsluna. Skráning og frekari upplýsingar hér

Vegna vinnu við kjarasamninga verður BHM-fræðslan með óhefðbundnum hætti í ár, færri námskeið en vant er, en við munum reyna að bæta í eftir því sem efni standa til.  Hvetjum ykkur til að gerast vinir Bandalags háskólamanna á Facebook en þar setjum við inn fréttir af nýjum námskeiðum og auglýsum laus pláss ef forföll verða.  Fjögur ný námskeið hafa bæst við í BHM-fræðsluna. Skráning og frekari upplýsingar hér

Þetta eru námskeiðin:

Sköpunarkjarkur - hvernig við getum leyst úr læðingi sköpunarkraftinn sem býr innra með okkur öllum? Hvernig við getum fengið aftur þennan kjark og notað sköpunarkraftinn til að finna lausnir á verkefnum og koma hugmyndum okkar í verk.

Laðaðu til þín það góða - samskiptafærni- hvetjandi fyrirlestur og hópverkefni. Rætt um hvaða strauma við sendum frá okkur. Hvaða mynd gefum við af okkur? Hvernig efla má sjálfstraust og láta drauma sína rætast þrátt fyrir mótbyr.

Í tengslum við ráðstefnuna Lean Ísland 2015 munum við bjóða upp á tvö námskeið um Lean aðferðarfræðina, en þess má geta að BHM er tengslasamstarfsaðili ráðstefnunnar.

Að skapa umbótamenningu með straumlínustjórnun. Straumlínustjórnun hefur það að markmiði að bæta rekstur fyrirtækja og skapa umbótamenningu. Sjónræn stjórnun er stór partur af straumlínustjórnun og er mjög öflugt tæki. Flestir tengja sjónræna stjórnun við töflur og verður farið yfir hvernig hægt er að búa slíkar til og hafa svokallaða töflufundi (e. stand up eða huddle).  

Verkefnastjórnun með Trello. Trello er ókeypis og einfalt skipulagstól sem hjálpar þér að skipuleggja tímann, verkefnin og hugmyndirnar sem þú færð í dagsins önn. Kennt verður á tólið sjálft, farið í dæmi frá vinnustað þar sem Trello er mikið notað fyrir ýmis konar verkefni sem og dæmi úr einkalífi. Einfalt verkfæri fyrir flókið samfélag.

Námskeiðið sem við verðum með á Akureyri kemur inn í vikunni.

Skráning og frekari upplýsingar hér