22 jún. 2014

FÍN undirritar kjarasamning við ríkið

Sl. föstudag 20. júní var undirritaður kjarasamningur Félags íslenskra náttúrufræðinga og ríkisins. Samningurinn gildir frá 1. febrúar 2014 til 28. febrúar 2015. Samningurinn er að mestu samhljóða þeim samningi sem 16 aðildarfélög BHM undirrituðu þann 28. maí síðastliðinn.

Ástæða þess að FÍN var ekki samferða öðrum BHM félögum við undirritun í maí var sú að félagið taldi ekki forsvaranlegt að ganga frá samningi við ríkið fyrr en gengið hefði verið frá stofnanasamningi við Landspítalann. Á Landspítalanum hafði ekki verið gerður stofnanasamningur síðan 2001 og launaþróun þar verið mun lakari en hjá öðrum félagsmönnum sem starfa hjá ríkinu. Sjá fréttatilkynningu frá 3. júní 2014. Þann 20. júní var gerður nýr stofnasamningur við Landspítalann sem vonir standa til að bæti úr þessari stöðu. Í framhaldi af því undirritaði FÍN samning við ríkið.

Samningurinn verður kynntur á fundi þriðjudaginn 24. júní kl. 15:00 í Borgartúni 6, 3. hæð. Kynningarefnið verður síðan sent út til þeirra félagsmann sem samningurinn tekur til.

Atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram í næstu viku.

Sl. föstudag 20. júní var undirritaður kjarasamningur Félags íslenskra náttúrufræðinga og ríkisins. Samningurinn gildir frá 1. febrúar 2014 til 28. febrúar 2015. Samningurinn er að mestu samhljóða þeim samningi sem 16 aðildarfélög BHM undirrituðu þann 28. maí síðastliðinn. Samninginn má nálgast í heild hér.

Ástæða þess að FÍN var ekki samferða öðrum BHM félögum við undirritun í maí var sú að félagið taldi ekki forsvaranlegt að ganga frá samningi við ríkið fyrr en gengið hefði verið frá stofnanasamningi við Landspítalann. Á Landspítalanum hafði ekki verið gerður stofnanasamningur síðan 2001 og launaþróun þar verið mun lakari en hjá öðrum félagsmönnum sem starfa hjá ríkinu. Sjá fréttatilkynningu frá 3. júní 2014. Þann 20. júní var gerður nýr stofnasamningur við Landspítalann sem vonir standa til að bæti úr þessari stöðu. Í framhaldi af því undirritaði FÍN samning við ríkið.

Samningurinn verður kynntur á fundi þriðjudaginn 24. júní kl 15 í Borgartúni 6, 3. hæð. Kynningarefnið verður síðan sent út til þeirra félagsmann sem samningurinn tekur til.

Atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram í næstu viku.