13 apr. 2018

FÍN óskar eftir þátttöku félagsmanna í rannsókn á streitu og kulnun meðal félagsmanna aðildarfélaga BHM.

Tölvupóstur með hlekk inn á könnunina hefur verið sendur til félagsmanna allra aðildarfélaga BHM. 

Viðvarandi álag í starfi getur leitt til alvarlegra streitueinkenna og þróast yfir í ástand sem kallast kulnun (e. burnout). Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvort kulnun sé algengari í sumum starfsstéttum innan BHM en öðrum og hver séu möguleg áhrif vinnuskilyrða og starfsumhverfis í þessu sambandi. Ábyrgðarmaður verkefnisins er Jón Friðrik Sigurðsson, prófessor. Aðstandendur rannsóknarinnar leituðu til félaga BHM um samstarf og tók kjara- og réttindanefnd BHM að sér að óska eftir þátttöku aðildarfélaga í verkefninu. 
  
Þátttakan felst í því að svara rafrænni könnun sem send verður félagsmönnum í tölvupósti. Það ætti ekki að taka meira en 15 mínútur að svara henni. Fyllsta trúnaðar verður gætt, könnunin er nafnlaus, og ekki verður hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda. Bæði Persónuvernd og Vísindasiðanefnd hafa samþykkt rannsóknina. 
  
Ef þátttaka verður góð mun rannsóknin geta gefið mikilvægar vísbendingar um orsakaþætti kulnunar hjá háskólamenntuðu fólki. Það mun svo hjálpa okkur að þróa forvarnir og meðferð við þessum alvarlega heilsufarsvanda. 
  
Þess vegna skiptir þátttaka félagsmanna afar miklu máli. 
  
Tölvupóstur með hlekk inn á könnunina hefur verið sendur til félagsmanna allra aðildarfélaga BHM.  Þeir félagsmenn FÍN sem ekki hafa fengið tölvupóst með könnuninni eru beðnir um að hafa samband við framkvæmdastjóra FÍN

Við hjá FÍN vonum að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að taka þátt.