15 okt. 2019

Rannsóknaráðstefna Vegargerðarinnar

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar verður haldin í Hörpu, föstudaginn 1. nóvember 2019.
Ráðstefnan er nú haldin í átjánda sinn en henni er ætlað að endurspegla afrakstur hluta þess rannsókna- og þróunarstarfs, sem styrkt er af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar.
Vegagerðin vinnur að innleiðingu Grænna skrefa í ríkisrekstri og hvetur þátttakendur til huga að lágmörkun umhverfisáhrifa, svo sem með notum á vistvænum ferðamáta til og frá ráðstefnunni og með því að taka þátt í úrgangsflokkun á staðnum. Nánari upplýsingar og skráning fer fram hér .