5 apr. 2018

Námskeið á vegum BHM í apríl og maí 2018.

FÍN hvetur félagsmenn til að sækja námskeiðin. 

BHM stendur fyrir eftirtöldum námskeiðum í apríl og maí 2018: 

11. apríl
Notkun sáttamiðlunar á vinnustað
16. apríl
Jákvæðni og vellíðan í lífi og starfi
26. apríl
Trúnaðarmenn og #metoo
3. maí
Kynferðislegt áreitni og kynbundið ofbeldi á vinnustað

Nánari upplýsingar má finna í Fræðsludagskrá BHM fyrir seinni hluta vorannar 2018

Opnað verður fyrir skráningu á vef BHM (sjá hér) kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 6. apríl nk. Vinsamlegast athugið að fjöldi þátttakenda er yfirleitt takmarkaður og því gildir reglan: Fyrst koma, fyrst fá. Námskeiðin verða kennd í húsnæði BHM að Borgartúni 6 í Reykjavík, 3. hæð. Einhver þeirra verða einnig haldin á Akureyri í samstarfi við Akureyrarbæ og Ísafirði í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Dagsetningar námskeiða á Akureyri og Ísafirði verða auglýstar síðar.

Athugið að flestum námskeiðanna verður jafnframt streymt á streymissíðu BHM.

FÍN hvetur félagsmenn sína til að sækja námskeiðin. 

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar sem, ef út þær fer, verða kynntar hér á vefnum.