26 mar. 2018

Niðurstaða aðalfundar FÍN 2018.

Lagabreytingar, breyting á félagsgjaldi og nýir stjórnarmenn.

Aðalfundur Félags íslenskra náttúrufræðinga fór fram sl. fimmtudag, þann 22. mars. Fundurinn var haldinn á Grand Hótel Reykjavík og var vel sóttur.

Gerðar voru nokkrar breytingar á lögum félagsins og reglum kjaradeilusjóðs. Allar tillögur að breytingum á lögum félagsins og reglum kjaradeilusjóðs sem fram komu í aðalfundarboði voru samþykktar.  

Samþykkt var að gera breytingu á félagsgjaldi þannig að 7000 kr. hámark á mánuði var afnumið. Félagsgjald FÍN skal vera 0,7% af heildarlaunum.

Eftirtaldir félagsmenn voru kjörnir til trúnaðarstarfa fyrir félagið til næstu tveggja ára:

Formaður FÍN:

Maríanna H. Helgadóttir, Félag íslenskra náttúrufræðinga

Meðstjórn:

Svava S. Steinarsdóttir, Reykjavíkurborg

Guðrún Nína Petersen, Veðurstofa Íslands

Lilja Grétarsdóttir, Reykjavíkurborg

Sverrir Daníel Halldórsson, Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna

Hafdís Sturlaugsdóttir, Náttúrustofa Vestfjarða

Haraldur Rafn Ingvason, Náttúrufræðistofa Kópavogs

Rakel Júlía Sigursteinsdóttir, Actavis ptc group

Katrín Guðjónsdóttir, Matvælastofnun

Torfi Geir Hilmarsson, Alvotech hf.

Kjaradeilusjóður FÍN:

Ólafur Eggertsson, Skógræktin

Siðanefnd FÍN:

Hafdís Eygló Jónsdóttir, Vegagerðin

Jónas Jónasson, Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna

Emelía Eiríksdóttir, Actavis ptc group

Varamaður: Ægir Þór Þórsson, Rannsóknarmiðstöð Íslands


Í lok fundar voru kvaddir félagsmenn sem létu af trúnaðarstörfum fyrir félagið á aðalfundinum. Agnes Eydal lét af störfum sem skoðunarmaður reikninga, Louise le Roux lét af störfum sem meðstjórnandi og stjórnarmaður í Vísindasjóði FÍN og Páll Halldórsson lét af störfum sem formaður Kjaradeilusjóðs FÍN.