5 feb. 2018

Hverjir eru í FÍN?

Félagsmenn í FÍN sinna mjög fjölbreyttum störfum á íslenskum vinnumarkaði. 

Félag íslenskra náttúrufræðinga er stéttarfélag fyrir þá sem lokið hafa bachelor prófi eða sambærilegri menntun í náttúrufræðum, arkitektúr eða öðrum tengdum greinum.Félagsmenn starfa á fjölbreyttum starfsvettvangi og hér má skoða frekari upplýsingar um hvað náttúrufræðingar gera og hvernig félagið er samsett. 

Félagsmenn í Félagi íslenskra náttúrufræðinga sinna mjög fjölbreyttum störfum á íslenskum vinnumarkaði.  Þeir starfa m.a. sem: 

  • Arkitektar
  • Búfræðikandidatar
  • Dýralæknar
  • Eðlisfræðingar
  • Efnafræðingar
  • Erfðafræðingar
  • Ferðamálafræðingar
  • Fiskifræðingar
  • Fornleifafræðingar
  • Geislafræðingar
  • Grasafræðingar
  • Jarðeðlisfræðingar
  • Jarðfræðingar
  • Landfræðingar
  • Landslagsarkitektar
  • Lífeðlis- og lífefnafræðingar
  • Lífeindafræðingar
  • Líffræðingar  
  • Líftæknifræðingar
  • Lyfjafræðingar
  • Læknar
  • Matvælafræðingar
  • Meinatæknar
  • Næringarfræðingar
  • Sameindalíffræðingar
  • Sálfræðingar
  • Sjávarlíffræðingar
  • Sjávarútvegsfræðingar
  • Skógfræðingar
  • Stjarneðlisfræðingar
  • Stærðfræðingar
  • Tannlæknar
  • Tæknifræðingar
  • Tölvunarfræðingar
  • Umhverfisfræðingar
  • Verkfræðingar
  • Veðurfræðingar
  • Vistfræðingar