29 jan. 2018

Frestur framlengdur til 5. febrúar 2018, til kl. 11:00

FÍN hvetur félagsmenn til að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Skilafrestur til 1. febrúar nk. (frestur framlengdur til 5. febrúar 2018, kl. 11:00)

Félagsmenn athugið!

Í ljós kom í dag að ekki hefðu öll framboð skila sér til okkar þrátt fyrir að fullyrt væri að viðkomandi hefði gefið kost á sér, þannig að tæknin hefur eitthvað verið að stríða okkur. Í ljósi þessa þá ákvað framkvæmdastjórn FÍN að frestur til að skila tillögum um framboð og lagabreytingar fyrir aðalfund FÍN 2018 yrði framlengdur til 5. febrúar 2018, til kl. 11:00

Eftirfarandi sæti eru í kjöri til stjórna og nefnda FÍN á næsta aðalfundi:

Formaður FÍN
9 sæti meðstjórnenda í stjórn FÍN
1 sæti aðalmanns í stjórn Kjaradeilusjóðs FÍN
1 sæti aðalmanns og 1 varamanns til skoðunar reikninga
3 sæti aðalmanna og 1 varamanns í Siðanefnd FÍN

Þeir sem gefa kost á sér til trúnaðarstarfa sem kosið verður í aðalfundi skulu tilkynna stjórn FÍN skriflega um framboð sitt fyrir 1. febrúar nk. Framboð skal tilkynna með því að fylla út eftirfarandi eyðublað. Núverandi stjórnarmenn sem hyggjast gefa kost á sér til endurkjörs eru einnig beðnir um að fylla út ofangreint eyðublað.

Lögum félagsins er aðeins hægt að breyta á lögmætum aðalfundi með tveimur þriðju hlutum greiddra atkvæða. Tillögur félagsmanna að lagabreytingum skulu einnig hafa borist stjórn félagsins fyrir 1. febrúar nk. Tillögur um lagabreytingar skal senda á neffangið fin@bhm.is.

Framboð til trúnaðarstarfa og tillögur um lagabreytingar verða kynnt félagsmönnum í aðalfundarboði. Nánari upplýsingar um staðsetningu og dagskrá aðalfundar verður einnig að finna í aðalfundarboði.  

Fréttabréf var sent félagsmönnum í tölvupósti þann 12. janúar sl. til að minna ofangreint.