16 jan. 2018

Tilkynning til félagsmanna vegna skila á tillögum um framboð og lagabreytingar fyrir aðalfund FÍN 2018.

Skilafrestur til 1. febrúar nk. 

Stjórn FÍN hefur ákveðið að halda aðalfund félagsins þann 22. mars nk. kl. 15. Við biðjum félagsmenn sem hyggjast mæta á aðalfund að taka daginn frá. Formlegt aðalfundarboð verður sent félagsmönnum þegar nær dregur.

Þeir sem gefa kost á sér til trúnaðarstarfa sem kosið verður í aðalfundi skulu tilkynna stjórn FÍN skriflega um framboð sitt fyrir 1. febrúar nk. Framboð skal tilkynna með því að fylla út eftirfarandi eyðublað. Núverandi stjórnarmenn sem hyggjast gefa kost á sér til endurkjörs eru einnig beðnir um að fylla út ofangreint eyðublað.

Lögum félagsins er aðeins hægt að breyta á lögmætum aðalfundi með tveimur þriðju hlutum greiddra atkvæða. Tillögur félagsmanna að lagabreytingum skulu einnig hafa borist stjórn félagsins fyrir 1. febrúar nk. Tillögur um lagabreytingar skal senda á neffangið fin@bhm.is.

Framboð til trúnaðarstarfa og tillögur um lagabreytingar verða kynnt félagsmönnum í aðalfundarboði. Nánari upplýsingar um staðsetningu og dagskrá aðalfundar verður einnig að finna í aðalfundarboði.  

Fréttabréf var sent félagsmönnum í tölvupósti þann 12. janúar sl. til að minna ofangreint.