8 nóv. 2017

Vísindasjóður FÍN 

Opnað verður fyrir umsóknir 1. desember nk. 

Vísindasjóður FÍN úthlutar styrkjum einu sinni á ári og er ætlað að styrkja félagsmenn til að sækja námskeið, festa kaup á fagbókum o.þ.h.  Allir sem greitt er fyrir til sjóðsins eiga rétt á greiðslu úr honum í réttu hlutfalli við starfstíma og starfshlutfall. 

Tekið er á móti umsóknum í Vísindasjóð FÍN frá 1. desember til 31. janúar ár hvert. Styrkurinn er greiddur fyrir tímabilið 1. nóvember til 31. október, árið fyrir úthlutun í samræmi við starfshlutfall og starfstíma. Hægt er að sækja um fyrir fyrra tímabil hafi félagsmaður ekki sótt um styrk en átt rétt í fyrra.

Upphæð styrks í ár er 150.000 kr. fyrir fullt starf allan viðmiðunartímann. Í kjarasamningi Reykjavíkurborgar og FÍN sem undirritaður var þann 21. desember 2015 var iðgjald í Vísindasjóð FÍN vegna félagsmanna FÍN sem starfa hjá borginni hækkað úr 1,5% í 1,6%. Vísindasjóðsstyrkur til félagsmanna sem starfa hjá Reykjavíkurborg verður því 156.000 kr. í ár, í samræmi við hækkun iðgjalda frá vinnuveitanda.

Nánari upplýsingar má finna hér

Opnað verður fyrir umsóknir þann 1. desember nk. Sótt er um styrkinn á ,,Mínum síðum".