15 ágú. 2017

Komandi kjaraviðræður við ríkið

FÍN er þessa dagana að leggja lokahönd á kröfugerð félagsins gagnvart ríkinu.

Félag íslenskra náttúrufræðinga er þessa dagana að leggja lokahönd á kröfugerð félagsins gagnvart ríkinu sem lögð verður fram í komandi kjaraviðræðum. FÍN og ríkið gengu frá viðræðuáætlun í byrjun júlí sl. þar sem fram kemur að aðilar ætli að hefja viðræður í ágúst. 

FÍN hefur þegar óskað eftir fundi með samninganefnd ríkisins (SNR). Því er þess vænst að aðilar muni hittast fljótlega.

Kröfugerð FÍN verður ekki gerð opinber að sinni þar sem kröfugerðin hefur enn ekki verið formlega kynnt.