3 maí 2017

BHM kannar viðhorf félagsmanna aðildarfélaga bandalagsins til kjaramála og vinnuumhverfis

Félagsmenn FÍN sem lenda í úrtaki eru hvattir til að taka þátt!

Bandalag háskólamanna (BHM) hefur falið fyrirtækinu Maskínu ehf. að gera rafræna könnun á viðhorfi félagsmanna aðildarfélaga til ýmissa þátta er lúta að kjaramálum, vinnuumhverfi og líðan á vinnustað. Könnunin mun ná til handahófúrtaks úr félagaskrám aðildarfélaganna en þess verður gætt að öll félög eigi fulltrúa í úrtakinu. Þátttakendum verður sendur tölvupóstur með hlekk inn á könnunina og er gert ráð fyrir að gefinn verði nokkurra daga frestur til að svara henni. Niðurstöður munu m.a. nýtast bandalaginu við mótun áherslna í hagsmunagæslu fyrir félagsmenn og til að undirbyggja kröfur aðildarfélaganna í komandi kjaraviðræðum.

FÍN hvetur félagsmenn sína sem lenda í úrtaki til að svara könnuninni fljótt og vel. Mikilvægt er að sem flestir taki þátt svo niðurstöður nýtist sem skyldi.