7 des. 2016

Samkomulag BHM og SA

Hlutaðeigandi aðildarfélög BHM og Samtök atvinnulífsins hafa gengið frá samkomulagi um breytingu á gr. 6.7.1 í  kjarasamningi aðila. Samkomulagið felur í sér að lífeyrismótframlag atvinnurekenda hækkar til samræmis við það sem nú gildir almennt á almennum vinnumarkaði. 

Hlutaðeigandi aðildarfélög BHM og Samtök atvinnulífsins hafa gengið frá samkomulagi um breytingu á gr. 6.7.1 í kjarasamningi aðila. Samkomulagið felur í sér að lífeyrismótframlag atvinnurekenda hækkar til samræmis við það sem nú gildir almennt á almennum vinnumarkaði. 

Þannig hækkar mótframlag atvinnurekenda á þessu ári úr 8% í 8,5%. Frá 1. júlí 2017 verður það 10% og loks 11,5% frá 1. júlí 2018. Starfsmaður greiðir hins vegar sjálfur 4% eins og áður. Um skiptingu gjaldsins í samtryggingarsjóð og séreignasjóð fer skv. lögum um lífeyrissjóði og eftir atvikum eftir samþykktum hlutaðeigandi lífeyrissjóða. 

Þetta samkomulag er jafnframt liður í yfirstandandi vinnu samningsaðila við að endurskoða gildandi kjarasamning.

Samkomulagið má finna hér.