4 okt. 2016

Umsögn FÍN um frumvarp til laga um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, 873. mál á 145. löggjafarþingi.

Félag íslenskra náttúrufræðinga sendi fyrr í dag frá sér umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, 873. mál á 145. löggjafarþingi.

Félag íslenskra náttúrufræðinga sendi fyrr í dag frá sér umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, 873. mál á 145. löggjafarþingi. Félagið samþykkir ekki breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna sem fela í sér skerðingu á réttindum eða kjörum núverandi eða framtíðar félagsmanna FÍN. FÍN leggur til að samningsaðilar byrji á réttum enda og vinni samhliða að samkomulagi um nýtt framtíðarlífeyriskerfi og launasetningu fyrir framtíðar starfsmenn ríkisins. FÍN telur það frumvarp sem nú liggur fyrir um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins skerða réttindi sjóðfélaga sem eiga aðild að A-deildum LSR og LSS auk þess sem það skerðir kjör og réttindi framtíðar sjóðfélagadeildanna.


Umsögn félagsins finnur þú hér.