18 júl. 2016

Kjarakönnun FÍN 2016– Maskína

Kjarakönnun FÍN 2016 er aðgengileg vefsvæði FÍN og einnig kjarakönnun BHM 2016.

Ýmsar upplýsingar er að finna í þessu 111 bls. skýrslu sem fyrirtækið Maskína tekur saman fyrir Bandalag háskólamanna fyrir aðildarfélög BHM.

Þess má geta að á árinu 2015 voru 1720 einstaklingar sem greiddu félagsgjald til FÍN einhvern mánuð á árinu 2015.  Kynjahlutfallið meðal þessara 1720 einstaklinga var 46,16% karlar og 53,84% konur.  Úrtakið sem FÍN sendi til Maskínu voru 1451 einstaklingar og kynjahlutfallið var 45,69% karlar og 54,31% voru konur, en það voru þeir aðilar sem höfðu greitt félagsgjald til FÍN í nóvember 2015.  Endanlegt úrtak Maskínu var 1440 einstaklingar, en af þeim svöruðu 44% karlar og 56% konur.  Þannig að úrtakið sem svarar könnuninni virðist endurspegla nokkurnveginn kynjasamsetninguna í félaginu.