22 mar. 2016

Aðalfundur FÍN og afmælisráðstefna 8. apríl nk.

Aðalfundur FÍN verður haldinn 8 apríl nk. fyrir hádegi, að Hilton Hoteli á aððurlandsbraut.  Boðið verður upp á morgunmat og síðan verða hefðbundin aðalfundarstörf.  Í lok aðalfundarins mun fráfarandi formaður FÍN, Páll Halldórsson, fara yfir stöðu lífeyrismála opinberra starfsmanna og framlagðar hugmyndir ríkisins að breyttu lífeyriskerfi. 

Að loknum aðalfundi verður boðið upp á léttan hádegisverð.

Afmælisráðstefna FÍN hefst síðan eftir hádegi, en þar sem FÍN varð 60 ára á síðasta ári þá vill FÍN reyna að skyggnast inn í framtíðina og hefur fengið til liðs við sig fræðimenn sem ætla að fjalla um það hver verða helstu viðfangsefni félagsmanna FÍN í framtíðinni.  Ari Eldjárn mun skemmta á afmælisráðstefnunni á milli erinda.

Léttar veitingar verða í boði fyrir ráðstefnugesti að ráðstefnunni lokinni.

Vinsamleast takið daginn frá og við vonumst til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta og við biðjum ykkur vinsamlegast um að skrá ykkur til þátttöku hér, eigi síðar en 1. apríl nk.

Dagskrá aðalfundar og ráðstefnunnar verður birt strax eftir páska.