26 feb. 2016

Starfsdagur trúnaðarmanna 17. mars nk.

Félagið heldur tvisvar á ári fund með trúnaðarmönnum FÍN og á þessa fundi eru velkomnir stjórnarmenn FÍN og félagsmenn sem hafa áhuga á því að bjóða sig fram sem trúnaðarmenn á sínum vinnustað.  Fundurinn verður haldinn 17. mars nk. að Kríunesi við Elliðavatn og hefst hann kl. 10:00 og lýkur um kl. 16:00. Boðið er upp á það að trúnaðarmenn safnist saman að Borgartúni 6 og þar verður hópnum séð fyrir ferð upp í Kríunes.  Einnig geta trúnaðarmenn komið á eigin vegum upp í Kríunes.  Dagskrá fundarins verður send út þegar nær dregur.  Vinsamlegast takið daginn frá og skráið ykkur til þátttöku með því að smella hér.