26 feb. 2016

Umsóknarfrestur um dvöl í sumarhúsum um páska!

Félagsmenn geta nú sótt um dvöl í sumarhúsum FÍN yfir páska rafrænt.  Umsóknarfrestur vegna páskaútleigu er til 8. mars nk.  Vinsamlegast sendið inn umsókn með því að smella hér.

Um er að ræða tvö hús, Fullsæl á Suðurlandi og Skógarkot á Vesturlandi. 

Einnig minnum við á að umsóknarfrestur til að sækja um dvöl í sumarhúsum Orlofssjóðs BHM um páska er til 29. febrúar nk.  Umsóknir eru sendar í gegnum bókunarvef sjóðsins.