26 ágú. 2015

Auktu verðgildi þitt á vinnumarkaði!

Starfsþróunarstyrkir allt að 370.000 kr.  

Eitt af meginmarkmiðum Starfsþróunarseturs háskólamanna er að stuðla að auknu verðgildi félagsmanna BHM á vinnumarkaði með öflugri starfsþróun.
Í starfsþróun felst að einstaklingur sinni faglegri þróun, tileinki sér nýja þekkingu, færni og hæfni. 

Hægt er að sækja um styrki til Starfsþróunarseturs fyrir skólagjöldum, námskeiðum og ráðstefnum ásamt ferðakostnaði. Einnig eru tölvu- og tungumálanámskeið styrkhæf.

Hámarksupphæð styrkja miðast við 370.000 kr. á tveggja ára fresti.

Sjá meira.


Auktu verðgildi þitt á vinnumarkaði!

Starfsþróunarstyrkir allt að 370.000 kr.  

Eitt af meginmarkmiðum Starfsþróunarseturs háskólamanna er að stuðla að auknu verðgildi félagsmanna BHM á vinnumarkaði með öflugri starfsþróun.


Í starfsþróun felst að einstaklingur sinni faglegri þróun, tileinki sér nýja þekkingu, færni og hæfni. 

Hægt er að sækja um styrki til Starfsþróunarseturs fyrir skólagjöldum, námskeiðum og ráðstefnum ásamt ferðakostnaði. Einnig eru tölvu- og tungumálanámskeið styrkhæf.

Hámarksupphæð styrkja miðast við 370.000 kr. á tveggja ára fresti. 

Styrkur er veittur í samræmi við starfshlutfall ef starfsþróun fellur ekki að starfsþróunaráætlun (ekki samþykkt af yfirmanni). Einstaklingur í 50% starfi eða minna hefur rétt til 50% styrks en starfshlutfall yfir 50% veitir rétt til fullrar greiðslu. 

 

Iðgjöld eru 0,7% af heildarlaunum og eru kjarasamningsbundin hjá ríkinu, Reykjavíkurborg og Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. En hins vegar er vinnuveitanda heimilt að greiða iðgjöld fyrir alla aðra starfsmenn svo framarlega að þeir séu í eftirfarandi félögum sem eiga aðild að STH: Dýralæknafélag Íslands, Félag geislafræðinga, Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Félag íslenskra leikara, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félag lífeindafræðinga, Félag sjúkraþjálfara, Félagsráðgjafafélag Íslands, Fræðagarður, Iðjuþjálfafélag Íslands, Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga, Ljósmæðrafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga, Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði, Stéttarfélag lögfræðinga og Þroskaþjálfafélag Íslands.

 

Hér má sjá úthlutunarreglur STH en einnig er hægt að fylgjast með stöðu og upphæð styrkja á Mínum síðum.

 

Nánari upplýsingar veita Helga Soffía Guðjónsdóttir, helgasoffia@bhm.is og Anna Sigurborg Ólafsdóttir, annas@bhm.is