20 maí 2015

Fundarboð 22. maí kl. 12:15- Félagsmenn aðildarfélaga BHM hjá ríki

Sjöunda vikan í verkföllum BHM hefst í dag. Viðbrögð samninganefndar ríkisins valda ítrekað vonbrigðum og nú spyrjum við okkur hvar við stöndum og hver samningsréttur háskólamanna hjá ríki er.

Á föstudaginn, 22. maí, kl. 12:15-13:00 verður fundur vegna stöðunnar í Rúgbrauðsgerðinni.

Afar mikilvægt er að allir mæti!

 Við hvetjum ykkur til að nýta strætó eða sameinast í bíla og grípa með ykkur samlokur.

Kaffi og vatn á staðnum.