6 apr. 2015

Boðuð verkföll FÍN eru lögmæt!

Niðurstaða Félagsdóms liggur fyrir í dómsmáli ríkisins gegn FÍN um hvort boðuð verkföll FÍN væru lögmæt.  Niðurstaðan er að verkföllin eru lögmæt.  Verkföll hefjast því hjá ríkinu eftir því sem hér segir:

  • Ótímabundið verkfall hefst kl. 00:00 þann 7. apríl 2015 hjá félagsmönnum FÍN sem starfa hjá Landspítala.
  • Ótímabundið verkfall hefst kl. 00:00 þann 20. apríl 2015 hjá félagsmönnum FÍN sem starfa hjá Matvælastofnun
  • Allir félagsmenn FÍN sem starfa hjá ríkinu fara í tímabundið verkfall þann 9. apríl 2015 frá 12:00 til 16:00.  Mikilvægt er að flestir taki þátt í viðburði sem staðið verður fyrir þann daginn.