17 mar. 2015

Fundarboð á aðalfund FÍN

Fréttabréf félagsins er á leið til félagsmanna í vikunni.  Í fréttabréfinu er fundarboð á aðalfund félagsins þann 27. mars 2015, kl: 11:30,  að Borgartúni 6, í fundarsalnum Ásbrú, á 3 hæð.  Vinsamlegast skráið ykkur til þátttöku á fundinn hér Hægt verður að tengjast fundinum í gegnum netið (Google-Hangouts) eða í gegnum fundarsíma símans (takmarkaður fjöldi). Sjá nánar dagskrá og fylgiskjöl.

Boðað er til aðalfundar félagsins þann 27. mars 2015, kl: 11:30,  að Borgartúni 6, í fundarsalnum Ásbrú, á 3 hæð.

 Dagskrá:                      

1. Formaður flytur skýrslu stjórnar um félagsstarfið á liðnu starfsári.

2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar félagsins og sjóða þess með áritun skoðunarmanna reikninga.

3. Tillögur um lagabreytingar.

4. Ákvörðun um félagsgjöld.

5. Stjórnarkjör.

6. Kosning skoðunarmanna reikninga.

7. Kosning í stjórn kjaradeilusjóðs.

8. Kosning siðanefndar.

9. Önnur mál.

Vinsamlegast skráið ykkur til þátttöku á fundinn hér.

Hægt verður að tengjast fundinum í gegnum netið (Google-Hangouts) eða

í gegnum fundarsíma símans (takmarkaður fjöldi)

Sjá fréttabréf FÍN.